Hættið vitleysunni og semjið BHM og hjúkrunarfræðingar

Frekjan og yfirgangurinn hjá forystumönnum BHM og hjúkrunarfræðingum er yfirgengilegur.Páll og Þórunn í forystu BHM heimta að ríkið gangi alfarið að þeirra kröfu. Segja að ríkið vilji ekki semja. Hvernig er hægt að semja ef háskólamenn eru með kröfur um launahækkanir langt umfram aðra.Forystumenn BHM segja okkur kemur ekkert við um hvað var samið á almenna markaðnum. Við heimtum meira. Hvers konar hroki er þetta eiginlega?

BHM félagar og hjúkrunarfræðingar munu njóta eins og aðrir skatta og tollalækkana,sem ríkisstjórnin hefur boðað.

Hjúkrunarfræðingar eru við sama heygarðshornið. Þolinmæði almennings er á þrotum. Það getur ekki gengið að þetta fólk geti lamað hgeilbrigðiskerfið og skapað bráðahættu.

Nú er nóg komið. Ríkisstjórnin þarf að gefa þeim 2-3 daga til að semja á sömu nótum og hinn almenni borgari í stéttarfélögunum fær. Að öðrum kosti verður að setja lög sem stoppa vitleysuna.

Nýgerðir samningar eru taldir þannig að staði setji ekki stöðugleikann í stóra hættu. Ef gengið væri að kröfum háskólamanna væru nýgerðir samningar fallnir. Afleiðingarnir yrði verðbólga og stöðugleikinn þar með úr sögunni. Væru háskólamenn þá betur settir ?

 

 


mbl.is Þögul mótmæli við Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

BHM og hjúkrunarfræðingar eru ekki einir um að sjá enga kjarabót og viðurkenningu á sinni menntun í þeim samningum sem nýlega voru undirritaðir. Iðnaðarmenn fara í verkfall um miðja næstu viku og eins og BHM og hjúkrunarfræðingar þá sjá þeir ekki síðustu samninga sem fordæmi.

Eftir margra ára og áratuga áherslur á hækkun launa verkamanna á kostnað hinna er ástandið orðið þannig að það þarf að ákveða hvort hér á landi eigi yfir höfuð að starfa hjúkrunarfræðingar og iðnaðarmenn. Þetta er ekki spurning um einhvern stöðugleika, þetta er spurning um framtíð þessara faga á Íslandi.

Þar að auki er stöðugleikatugga sjálftökuliðsins hætt að hafa áhrif eftir gengdarlausan mokstur undir egin rass.

Hannes (IP-tala skráð) 5.6.2015 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband